Octenidín - eiginleikar og kostir

Hvað er Octenidín?

Octenidín er yfirborðsvirkt efni af gerðinni biguaníð eða bispyridín sem líkist klórhexidíni. Það hefur verið notað í Evrópu til sótthreinsunar á húð síðan 1987, oft í formi "dihydrochloride". Ólíkt klórhexidíni og efnum eins og bensalkóníumklóríði, inniheldur Octenidín ekki eitraða hluta eins og 4-klóranilín. Þetta gerir það öruggara til langtímanotkunar og það er ekki taugaskaðlegt eins og klórhexidín getur verið til lengdar.

Hvernig virkar Octenidín?

Octenidín hefur marga kosti þegar kemur að sótthreinsun:

  • Það virkar hraðar og betur en bensalkóníumklóríð, klórhexidín og mupirocin.
  • Drepur bæði gram-jákvæðar og gram-neikvæðar bakteríur.
  • Er eina húðsótthreinsiefnið sem hefur virkni í allt að 48 klst.

Til samanburðar má getaþess að Klórhexidín verkar fyrst og fremst á gram-jákvæðar bakteríur. Margar gram-neikvæðar bakteríur hafa þróað ónæmi fyrir því, og einnig fyrir mupirocin (t.d. Bactroban). Þetta dregur úr virkni Klórhexidíns í daglegri notkun.

Gegn hverju virkar Octenidín?

Octenidín drepur meðal annars:

  • Staphylococcus aureus (þ.m.t. MRSA og MÓSA)
  • Staphylococcus epidermidis
  • Vancomycin-ónæma enterókokka (VRE)
  • Actinomycetes
  • Listeria monocytogenes
  • Margar fjölónæmar gram-neikvæðar bakteríur, s.s.:
    • ESBL-myndandi bakteríur
    • Klebsiella pneumoniae
    • Escherichia coli (E. coli)
    • Proteus mirabilis
  • Hjúpveirur, þar á meðal:
    • SARS-CoV-2 (COVID-19)
    • Hepatitis B
    • Herpes Simplex
  • Gersveppi og aðra sveppi, þar á meðal:
    • Candida albicans (þ.m.t. ónæmar stofnar)
    • Malassezia furfur

Virknin hefur verið prófuð samkvæmt stöðlum DIN EN 1040, 1275 og EN14476.

Hvað gerir Octenidín í munni og á sárum?

  • Virkar betur en klórhexidín gegn bakteríum í munnholi, t.d. Streptococcus mutans, Pseudomonas aeruginosa og Lactobacillus.
  • Octenidín er mikið notað erlendis til sótthreinsunar á húð fyrir aðgerðir.
  • Virkar gegn húðsjúkdómum eins og Hidradenitis Suppurativa (HS), acne inversa og Verneuil’s disease.

Örverur hafa enn ekki myndað ónæmi gegn Octenidíni.

Bólgueyðandi áhrif og áhrif á gróanda

  • Dregur úr myndun bólguefna (cytokína): IL-6, IL-8, IL-10, IL-33, TNF
  • Hamlar virkni ensíma sem stuðla að öramyndun (MMP1, MMP2, MMP3, MMP9)
  • Örvar interferónaframleiðslu sem styrkir varnir gegn veirum
  • Virkni minnkar ekki í nærveru blóðs, slíms eða albúmíns (ólíkt klórhexidíni)

Líffræðileg virkni og stöðugleiki

  • Octenidín hefur mikla sækni í frumuhimnur örvera og veldur leka í frumuvökva þeirra
  • Örvar átfrumur (neutrophila) til að gleypa sýkla
  • Virkar við pH gildi 1,6–12,2 og brotnar ekki niður í ljósi
  • Þolir hitasteríliseringu upp í 130°C í vatnslausn

Biocompatibility Index og alþjóðleg viðmið

  • Octenidín hefur BI gildi 1,7–2,1 og stenst þar með kröfur um örverudrepandi virkni og lága frumuskemmd (cytotoxicity)
  • Mörg eldri efni uppfylla ekki þessi viðmið
  • Samkvæmt evrópskum leiðbeiningum (German Consensus, Polish Society for Wound Treatment) eru eftirfarandi efni talin örugg fyrir sársótthreinsun:
    • Octenidín (OCT)
    • Polyhexaníð (PHMB)
    • Povidon-jóð (PVP-I)
    • Natríum hypóklórít (NaOCl)

Octenisan húðlausn

  • Framleidd í Þýskalandi og inniheldur 0,3% Octenidín
  • Uppfyllir alla evrópska staðla fyrir húðsótthreinsun

Helstu notkunarleiðir:

  • Sár og húð fyrir skurðaðgerðir
  • Brunasár, sólbrennda húð, graftarkýli, húðslíðursbólga, ofnæmisexem og langvinn sár
  • Til sótthreinsunar á nýjum húðflúrum
  • Hentar einnig í stað íntímsápu (má nota á kynfærasvæði og viðkvæma húð)
  • Flýtir fyrir gróanda og dregur úr bólgum og öramyndun
  • Virkar innan einnar mínútu og endist í allt að 48 klst.
  • Má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf

Hentar viðkvæmri húð

  • Svíður ekki, veldur engum óþægindum
  • Sogast ekki inn í líkama og fer ekki í gegnum fylgju
  • Hefur sama sýrustig og húðin (pH 5)
  • Inniheldur ekki sápu, litarefni, ilmefni né alkóhól

Innihaldslýsing – Octenisan húðlausn:

  • Vatn
  • Cocamidopropylamine oxide (hreinsandi/yfirborðsvirkt)
  • Cocamidopropyl betaine (hreinsandi/yfirborðsvirkt)
  • PEG-7 Glyceryl cocoate (mýkjandi)
  • Glycerín (rakagefandi og mýkjandi)
  • Hydroxyethylcellulose (þykkiefni)
  • Phenoxyethanol (rotvarnarefni)
  • Sodium chloride (salt)
  • Lactic acid (rakagefandi og mýkjandi)
  • Octenidine HCl (örverudrepandi)
  • Allantoin (rakagefandi og mýkjandi)

Octenisan fæst í eftirfarandi apótekum:


Farmasíu

Efstaleitis apóteki

Reykjanesapóteki Hólagötu

Reykjanesapóteki Fitjum

Rima apóteki

Lyfjaveri

Reykjavíkur apóteki